Lífið

Raun­veru­leika­þættir byggðir á Squ­id game væntan­legir á Net­flix

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Von er á raunveruleikaþáttum í anda Squid Game.
Von er á raunveruleikaþáttum í anda Squid Game.

Netflix hefur tilkynnt um raunveruleikaseríu í anda dystópísku þáttaseríunnar Squid game sem slógu rækilega í gegn á síðasta ári. Ekki verður líf keppenda á línunni í þetta sinn en verðlaunaféð segir Netflix vera 4,56 milljónir dollara eða rúmir sex milljarðar króna.

Þátttakendur verða 456 talsins líkt og í suður-kóresku þáttunum og verða þættirnir því fjölmennustu raunveruleikaþættir frá upphafi. Þættirnir munu vera teknir upp á Englandi og auglýsir Netflix nú eftir þátttakendum frá öllum heimshornum á SquidGameCasting.com. Íslendingar geta því freistað þess að taka þátt.

Netflix birti í dag kitlu fyrir þættina sem verða tíu talsins.

Þá var nýverið tilkynnt um næstu seríu Squid Game en sú fyrsta kom út í september á síðasta ári og varð vinsælasta þáttasería Netflix frá upphafi en um einn og hálfur milljarður áhorfenda horfðu á þættina á fyrstu 28 dögum frá útgáfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.