Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 22:23 Navalní í fjarfundarbúnaði í réttarsal í Moskvu í maí. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Navalní afplánar nú ellefu og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar lögmenn hans mættu í fangelsið í Pokrov þar sem honum hefur verið haldið til þessa var þeim sagt að enginn fangi með því nafni væri þar. „Hvar Alexei er nú og í hvaða fanganýlendu honum er haldið vitum við ekki,“ sagði Leonid Volkov, starfsmannastjóri Navalní, í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram. Reuters-fréttastofan segir að síðar hafi samtök sem gæta réttinda fanga veitt þær upplýsingar að Navalní hefði verið færður í aðra fanganýlendu í Melekhovo nærri Vladímír, um 250 kílómetra austur af Moskvu. Dómstóll dæmdi Navalní í níu ára fangelsi fyrir fjársvik og vanvirðingu við réttinn í mars. Hann segir ásakanirnar uppspuna og átyllu fyrir stjórnvöld til að læsa hann á bak við lás og slá eins lengi og hægt er. Áður hafði hann verið dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð. Það gerði hann með því að láta rússnesk yfirvöld ekki vita af sér á meðan hann lá í dái eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri árið 2020. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að skipa fyrir um tilræðið. Þá hafa stjórnvöld í Kreml gengið á milli bols og höfuðs á stjórnmálasamtökum Navalní. Létu þau lýsa samtök hans gegn spillingu ólögleg öfgasamtök. Sá úrskurður leiddi til þess að fyrrverandi starfsmenn samtakanna gátu ekki boðið sig fram í kosningum. Margir bandamenn hans hafa séð sér þann kost vænstan að flýja land. Navalní sagði á dögunum að hann hefði verið ákærður enn eina ferðina, nú fyrir að stofna öfgasamtök og hvetja til haturs á stjórnvöldum. Hann gæti því átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm til viðbótar.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10
Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. 22. mars 2022 08:00