Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:30 Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíð Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira