Handbolti

Efni­legur horna­maður í raðir FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásgeir Jónsson og Arnar Steinn við undirskriftina.
Ásgeir Jónsson og Arnar Steinn við undirskriftina. FH

FH hefur samið við Arnar Stein Arnarsson, efnilegan hægri hornamann, sem spilaði áður með Víking. Arnar Steinn skrifar undir samning í Kaplakrika til þriggja ára. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins.

Arnar Steinn skoraði 36 mörk í 20 leikjum með Víking í Olís-deild karla á síðustu leiktíð. Það dugði þó ekki þar sem Víkingar féllu niður um deild á meðan FH endaði í 4. sæti. 

Þá hefur Arnar Steinn spilað fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

„Arnar Steinn er mjög efnilegur og með töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann er mjög spennandi leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í FH treyjunni næstu árin. Við ætlum að mæta til leiks næsta vetur með breiðan og góðan hóp,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar, eftir undirskriftina.

Selfoss sló FH út í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. FH jafnaði metin í einvíginu í öðrum leik liðanna en beið svo lægri hlut á heimavelli í þriðja leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×