Segir leiguverð ekki þurfa að fylgja hækkandi fasteignaverði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:21 Hagfræðingur segir að leiguverð þurfi ekki að fylgja hækkandi fasteignaverði. visir/vilhelm Leiguverð hefur ekki mælst lægra að raunvirði síðan 2017. Hagfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir leiguverð ekki alltaf þurfa að fylgja fasteignaverði. Kostnaður við að eiga og reka íbúð hafi ekki hækkað mikið Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“ Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ýmsir mælikvarðar benda til þess að hagstæðarasé að vera á leigumarkaði nú en oft áður hér á landi. Þetta sýnir ný skýrsla Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. „Í raun og veru þá hefur leiguverð ekki náð að halda í við verðlag og frá upphafi þá hefur aldrei lægst sem lægra hlutafall af launum. það hafa bara verið mjög rólegar hækkanir. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna umfjöllunin hefur verið með þessum hætti sem hún hefur verið því allir okkar mælikvarðar benda til þess að það hafi verið óvenjulega gott að vera á leigumarkaði,“ segir Kári S. Friðriksson hagfræðingur. Þetta þýði þó ekki að það séu ekki hópar á leigumarkaði sem hafi það talsvert slæmt. Í alþjóðlegum samanburði sé leigumarkaðurinn á Íslandi - heilt yfir - óþroskaður og bjóði ekki upp á stöðugleika fyrir leigjendur. „Við erum með árlega leigukönnun sem er að fara í gang en samkvæmt henni þá eru margir sem hafa þurft að flytja, sjö, átta, og jafnvel níu sinnum á síðustu tíu árum.“ En ég velti fyrir mér hvort það sé ekki merki um heilbrigði að leiguverð hafi ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð sem hefur náttúrulega blásið óhóflega út? „Leiguverð þarf ekki alltaf að fylgja fasteignaverði. Ég held að helsta skýringin þarna sé bara sú að fjármagnskostnaðurinn við að eiga íbúð hefur ekki hækkað jafn mikið og fasteignaverð af því að vextir eru ennþá töluvert lægri en þeir voru yfir langt skeið þannig að jafnvel þótt fasteignaverð hafi hækkað þá er greiðslubyrði af lánum minni en þau hafa oft verið.“ Þrýstingur á leigumarkaði gæti þó aukist þegar fram líða stundir. „Ég býst svo sem ekki við að leiguverð muni verða jafn hátt hlutfall af fasteignaverði og það var hér áður fyrr en hins vegar nú þegar stýrivextir eru að hækka, ferðaþjónustan er að koma til baka ásamt mikilli fólksfjölgun þá gæti þrýstingurinn á leigumarkaðinn aukist og við gætum farið að sjá meiri verðhækkanir þar en hafa verið.“
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33 Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15. júní 2022 11:33
Leiguverð sem hlutfall af launum ekki mælst lægra síðan 2013 Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og framboð af íbúðum til sölu er farið að aukast á nýjan leik eftir verulegan samdrátt allt frá því í maí 2020. Hátt hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði í apríl og stuttur sölutími er hins vegar vísbending um að eftirspurnarþrýstingur hafi þó enn verið mikill í mánuðinum. 15. júní 2022 08:15