Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 18:46 Mótmælandi heldur á skilti með andliti Boris Johnson forsætisráðherra fyrir utan breska þinghúsið. AP/Matt Dunham Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Johnson stóð af sér vantrauststillögu sem hluti þingflokks Íhaldsflokksins lagði fram á dögunum. Margir íhaldsmenn eru langþreyttir á endalausum hneykslismálum í kringum Johnson. Það stærsta varðar ítrekuð veisluhöld starfsmanna stjórnarráðsins í stjórnarbyggingum á sama tíma og almennir borgarar sættu ströngum samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig drukku starfsmenn forsætisráðherrans saman langt fram á nótt á meðan aðstandendur dauðvona fólks mátti ekki heimsækja það á dánarbeðinum. Í skýrslu um veisluhöldin var Johnson sagður hafa skapað vinnustaðamenningu þar sem það þótti ekki tiltökumál að starfsfólk bryti reglur. Æðstu stjórnendur yrðu að bera ábyrgð á ítrekuðum brotum á sóttvarnareglum. Johnson og fleiri voru sektaðir fyrir brotin. Geidt lávarður, siðaráðgjafi Johnson, tilkynnti um afsögn sína í dag en gaf ekki upp sérstaka ástæðu fyrir henni, aðeins að þetta væri það rétta í stöðunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann lét þó hafa eftir sér þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær að hann væri argur yfir gjörðum forsætisráðherrans. Aðeins rúmt ár er frá því að Geidt tók við ráðgjafastarfinu af Alex Allan. Sá sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði gripið fram fyrir hendurnar á honum varðandi skýrslu um ásakanir um einelti Priti Patel, innanríkisráðherra, gegn starfsfólki sínu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06 Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01
Felldu vantrauststillögu á hendur Boris Johnson Þingflokkur Íhaldsflokksins felldi í dag vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. 148 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 211 studdu formanninn, sem samsvarar einungis 59 prósentum þingmanna flokksins. 6. júní 2022 20:06
Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. 25. maí 2022 14:01