Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:53 Verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira