Þeir sem taka daginn snemma geta stillt á Stöð 2 sport 2 klukkan 06:30 þegar bein útsending frá The Amateur Championship hefst. Aramco Team Series - London á LET-mótaröðinni tekur svo við klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4.
Golfið heldur svo áfram á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 þegar bein útsending frá öðrum degi Opna bandaríska meistaramótsins hefst áður en Meijer LPGA Classic lokar golfdeginum á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19:00.
Undanúrslitin í BLAST Premier í CS:GO verða einnig leikinn í dag, en upphitun hefst klukkan 14:00 á Stöð 2 eSport. Fyrri undanúrslitaviðureignin hefst klukkan 14:30 en sú síðari klukkan 18:00.
Þá er þriðji leikur Real Madrid og Barcelona í úrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta á dagskrá klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.