Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 18:56 Tveir yfirmenn Plastgerðar Suðurnesja voru dæmdir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi vegna banaslyss sem varð árið 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár. Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Hins vegar sýknaði héraðsdómur yfirmennina þrjá af brotum gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og reglugerðum um notkun tækja og skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðvum þar sem dómurinn taldi þau fyrnd. Töldu starfsmanninn sjálfan hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi Tveir yfirmannanna áfrýjuðu dómi héraðsdóms og kröfðust sýknu. Byggðu þeir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Einnig yrði að horfa til eigin sakar þess látna sem hafi ekki unni við vélina og ekki átt neitt erindi inn í hana. Líta yrði til eigin sakar hans þar sem það hefði verið stórfellt gáleysi af hans hálfu að fara inn í vélina án þess að láta neinn vita auk þess sem hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Dómarar Landsréttar féllust ekki á þau rök. Yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar, sem átti að koma í veg fyrir slys af þessu tagi, hefði verið aftengdur. Ákvörðun þeirra að aftengja búnaðinn en halda áfram að nota vélina væri út af fyrir sig alvarlegt brot á lögum um öryggi á vinnustað. Yfirmönnunum hafi því borið skylda til að gefa þriðja yfirmanninum sem var dæmdur í málinu fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Staðfesti Landsréttur því dóminn fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi yfir mönnunum tveimur. Dómararnir töldu ennfremur að brot á lögum og reglugerðum um vinnustaði væru ekki fyrnd með vísan til ákvæða almennra hegningarlaga um að miða skuli fyrningarfrest brota við það refsiákvæði sem geymir þyngst refsimörk þegar maður gerist sekur um háttsemi sem varðar við fleiri en eitt ákvæði. Refsing mannanna stendur þó óhögguð. Þeir voru dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár.
Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira