Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 12:01 Það eru líklega ekki margir sem hafa heyrt um miðsvæðið í Laxá í Aðaldal en þeir sem þekkja það láta vel af því. Þetta er fjögurra stanga svæði í Laxá í Aðaldal. Þetta er fyrir landi Árbótar, Tjarnar, Jarlsstaða og Hjarðarhaga og er því rúmlega 7km langt ef báðir bakkar eru taldir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er sú að vsvæðið er sirka fyrir miðri á og báðum megin við það eru veiðimenn sem kaupa leyfi í Nes og Laxamýrasvæðin sem að vísu eru veidd saman í dag. Svæðið er selt sem laxa og silungsveiði svæði þar sem að það er góð silungsveiði á svæðinu og margir landsþekktir laxastaðir, t.d. Dýjaveitur,Breiðeyri,Tjarnarhólmaflúð,Símastrengur og Höskuldsvík. Það er gaman að segja frá því að fyrsti laxinn sást 16 Júní og veiðimenn sáu fleiri og settu í einn 15-16 punda lax í Höskuldsvík þann 17 Júní sem lak því miður af eftir 15 mínútur. Leigutaki svæðisins er Ármann Kristjánsson og Veiðivísir náði af honum tali og vildi fá að vita hvernig þetta kom til að hann tæki þetta svæði að sér. "Þegar að Laxárfélagið lagði upp laupana ákvað ég að taka svæðið mitt (Jarlsstaðir og Hjarðarhagi) og veiða það sjálfur 2021 og bjóða vinum og vandamönnum til að kortleggja betur veiðistaðina. Það hafði loðað við svæðið þegar að Laxárfélagið var með það að menn fóru og veiddu 2-3 staði og ekkert meir og ég taldi það því vera vannýtt, ég sá ekki eftir því enda fundum við nýja laxveiðistaði og fundum tökustaði fyrir silunginn sem ég hafði ekki vitað af. Sem dæmi fékk ég sjálfur 72 og 70cm urriða úr sama staðnum í sama túrnum í fyrra.". sagði Ármann í samtali við Veiðivísi. "Það var svo í samtali við landeigenduna í Árbót og Tjörn í vetur sem að okkur fannst kjörið að sameina svæðin í eitt svæði og selja sem silungs og laxveiði. Árbót hafði verið að selja svæðið sitt í mörg ár stakt með gistingu fyrir 6 í glæsilegu veiðihúsi svo núna er búið að bæta við vesturbakkanum og úr varð Miðsvæðið í Laxá í Aðaldal sem er með 36 merktum veiðistöðum og þó nokkrum ómerktum. Það var svo þegar að ég var að segja vini mínum Jón Þór hjá Hreggnasa frá þessu að hann vildi taka þátt í þessu og selja svæðið fyrir okkur svo við fórum í samstarf með honum". Eins og menn vita er þetta mikið vatnsfall og kannski ekki allir sem hafa veitt í þetta miklu vatni, Hvernig er best að útbúa sig áður en komið er á miðsvæðið? "Það veltur allt á því hvað menn ætla sér að fara veiða. Ég segi alltaf að ef ég mætti bara taka eina stöng þá tæki ég 9-10 feta #7 en ef ég mætti taka eins margar stangir og ég vildi þá tæki ég 13-14# tvíhendu í laxinn, 11 feta fjarka í andstreymisveiðina, 9 feta fimmu í þurrflugu veiðina og svo 9 feta sjöuna í straumflugur og nettari laxveiðistaðina" segir Ármann að lokum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Þetta er fjögurra stanga svæði í Laxá í Aðaldal. Þetta er fyrir landi Árbótar, Tjarnar, Jarlsstaða og Hjarðarhaga og er því rúmlega 7km langt ef báðir bakkar eru taldir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er sú að vsvæðið er sirka fyrir miðri á og báðum megin við það eru veiðimenn sem kaupa leyfi í Nes og Laxamýrasvæðin sem að vísu eru veidd saman í dag. Svæðið er selt sem laxa og silungsveiði svæði þar sem að það er góð silungsveiði á svæðinu og margir landsþekktir laxastaðir, t.d. Dýjaveitur,Breiðeyri,Tjarnarhólmaflúð,Símastrengur og Höskuldsvík. Það er gaman að segja frá því að fyrsti laxinn sást 16 Júní og veiðimenn sáu fleiri og settu í einn 15-16 punda lax í Höskuldsvík þann 17 Júní sem lak því miður af eftir 15 mínútur. Leigutaki svæðisins er Ármann Kristjánsson og Veiðivísir náði af honum tali og vildi fá að vita hvernig þetta kom til að hann tæki þetta svæði að sér. "Þegar að Laxárfélagið lagði upp laupana ákvað ég að taka svæðið mitt (Jarlsstaðir og Hjarðarhagi) og veiða það sjálfur 2021 og bjóða vinum og vandamönnum til að kortleggja betur veiðistaðina. Það hafði loðað við svæðið þegar að Laxárfélagið var með það að menn fóru og veiddu 2-3 staði og ekkert meir og ég taldi það því vera vannýtt, ég sá ekki eftir því enda fundum við nýja laxveiðistaði og fundum tökustaði fyrir silunginn sem ég hafði ekki vitað af. Sem dæmi fékk ég sjálfur 72 og 70cm urriða úr sama staðnum í sama túrnum í fyrra.". sagði Ármann í samtali við Veiðivísi. "Það var svo í samtali við landeigenduna í Árbót og Tjörn í vetur sem að okkur fannst kjörið að sameina svæðin í eitt svæði og selja sem silungs og laxveiði. Árbót hafði verið að selja svæðið sitt í mörg ár stakt með gistingu fyrir 6 í glæsilegu veiðihúsi svo núna er búið að bæta við vesturbakkanum og úr varð Miðsvæðið í Laxá í Aðaldal sem er með 36 merktum veiðistöðum og þó nokkrum ómerktum. Það var svo þegar að ég var að segja vini mínum Jón Þór hjá Hreggnasa frá þessu að hann vildi taka þátt í þessu og selja svæðið fyrir okkur svo við fórum í samstarf með honum". Eins og menn vita er þetta mikið vatnsfall og kannski ekki allir sem hafa veitt í þetta miklu vatni, Hvernig er best að útbúa sig áður en komið er á miðsvæðið? "Það veltur allt á því hvað menn ætla sér að fara veiða. Ég segi alltaf að ef ég mætti bara taka eina stöng þá tæki ég 9-10 feta #7 en ef ég mætti taka eins margar stangir og ég vildi þá tæki ég 13-14# tvíhendu í laxinn, 11 feta fjarka í andstreymisveiðina, 9 feta fimmu í þurrflugu veiðina og svo 9 feta sjöuna í straumflugur og nettari laxveiðistaðina" segir Ármann að lokum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði