23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 08:55 Keppandinn Jeremie Beyou tók þessa mynd um borð í báti sínum í morgun þegar hann var á leið að landi. Jeremie Beyou/Charal Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022 Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Þess í stað hefur keppnin verið stytt vegna djúprar lægðar sem liggur yfir Norður-Atlantshafi og hefur gert seglbátum keppendanna erfitt fyrir. Stjórnendur Vendée Arctique ákváðu í gær að siglingafólkið myndi enda för sína á Fáskrúðsfirði og eru fimmtán keppendur nú komnir í land. Þeir fyrstu sigldu í mark í gærmorgun og átta nálgast enn suðausturströnd Íslands. Áður höfðu tveir keppendur snúið við á miðri leið til Íslands, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vendée Arctique. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppendanna á kortinu hér fyrir neðan og nota sleðarofann til að þysja að. Einnig má skoða staðsetningu þeirra á vef keppninnar. Vilja reyna aftur eftir fjögur ár Um er að ræða einmenningssiglingakeppni þar sem keppendur sigla á seglbátum án aðstoðar og mega ekki koma við í landi á leiðinni án þess að vera dæmdir úr leik. Vendée Arctique er undirbúningsforkeppni fyrir stóru Vendée Globe siglingakeppnina sem fer næst fram árið 2024. Drónamynd sem tekin var af siglingamanninum Charlie Dalin í morgun.Charlie Dalin/Apivia Leið Vendée Globe liggur hringinn í kringum hnöttinn frá Frakklandi, suður Atlandshafið og umhverfis Suðurskautslandið áður en keppendur enda aftur í Les Sables d'Olonne. Keppnin er talin vera ein erfiðasta siglingarkeppni heims en þetta var í fyrsta skipti sem aðstandendur Vendée Globe skipulögðu leið hringinn í kringum Ísland. Vonast skipuleggjendur til þess að gera Vendée Arctique að föstum lið og fara þessa leið á fjögurra ára fresti. Myndskeið sem Antoine Cornic tók um borð í seglbát sínum í morgun sýnir ágætlega þær aðstæður sem keppendur hafa þurft að eiga við.v „Það er lægð yfir svæðinu og sumir munu eiga erfitt með að nálgast keppnishliðið við Ísland. Þar sem ástandið skánar ekki eftir það þá völdum við að gera hliðið að lokamarkinu svo siglingarfólkið geti verið visst um að komast í öruggt skjól. Vindhviðurnar eru ekki bara sterkar heldur einnig óstöðugar,“ segir Francis Le Goff, stjórnandi keppninnar, í fréttatilkynningu. Hann bætir við að vonast sé til þess að keppendur geti snúið aftur til Les Sables d'Olonne, þar sem þeir hófu för sína í Frakklandi, síðdegis í dag þegar veðrið róast. Siglingaklúbbur Austurlands hafa aðstoðað keppendur við að komast í land og þjónustað þá. Posted by Siglingaklúbbur Austurlands on Friday, June 17, 2022
Siglingaíþróttir Fjarðabyggð Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira