Þyngdu dóm manns sem beitti alvarlegu og langvinnu heimilisofbeldi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 10:36 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi á fimmtudag fangelsisdóm karlmanns sem sakfelldur var fyrir brot í nánu sambandi og dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í árs fangelsi. Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Var talið ljóst af trúverðugri lýsingu sambýliskonu mannsins að mjög alvarlegt og langvinnt heimilisofbeldi hafi átt sér stað á heimili þeirra sem stóð yfir að minnsta kosti í tvö ár, frá árinu 2017 til 2019. Í dómnum segir að á heimilinu hafi myndast ógnarástand þar sem búast hafi mátt við ofbeldi af hálfu ákærða næstum hvenær sem var. Þar segir jafnframt að börn þeirra hafi ítrekað orðið vitni að heimilisofbeldinu. Sonur þeirra lýsir því fyrir dómnum að þegar honum var greint frá því að þau myndu flytja til Íslands og búa hjá manninum hafi hann farið að gráta því hann hafi vitað að maðurinn væri „vond manneskja.“ Eftir komu til Íslands hafi maðurinn beitt móður hans líkamlegu ofbeldi í hverri viku. Ofbeldið hafi verið fólgið í að rífa í hár hennar, sparka í hana, ýta henni og kalla öllum illum nöfnum. Maðurinn hafi jafnframt beitt börnin á heimilinu ofbeldi, gripið í hár þeirra og lamið. Eftir að maðurinn hafi verið fjarlægður af heimilinu hafi fjölskyldan áfram verið óttaslegin gagnvart því að hann kæmi heim. Ef einhvern bar að garði og knúið var dyra hefði ekki verið opnað fyrr en búið var að kíkja út og athuga hver væri á ferðinni. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi vegna óskýrrar ákæru þar sem lýsingar hafi verið mjög opnar og almennar og til þess fallnar að flækja varnir hans. Landsréttur hafnaði þessum röksemdum og vísaði til þess að ákvæðið um ofbeldisbrot í nánu sambandi sé virt heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Var því fallist á að ákærði hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart sambýliskonu sinni og þremur börnum og var refsing mannsins ákveðin fangelsi í eitt ár og sex mánuði. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira