Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá hrakförum ferjunnar Baldurs, sem varð vélarvana á Breiðafirði fyrr í dag með yfir hundrað farþega um borð. Rætt verður við Ásgrím Ásgrímsson, sem stýrir aðgerðum Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu.

Þá verður rætt við yfirlækni á Landspítalanum, sem segir að staða sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur.

Við segjum frá vendingum innan Samfylkingarinnar, en formaðurinn hefur ákveðið að stíga til hliðar á landsfundi í haust.

Eins fjöllum við sem fyrr um átökin í Úkraínu, en heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir matvælakreppu vegna innrásar Rússa í landið, þar sem Úkraína er einn stærsti útflutningsaðili korns í heiminum.

Loks fjöllum við um ógurlega hitabylgju sem herjar á Evrópu, með þeim afleiðingum að aflýsa hefur þurft skipulögðum viðburðum, en hiti hefur víða farið yfir 40 gráður, marga daga í röð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða í beinni útsendingu klukkan 12, bæði á Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×