Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 08:58 Emmanuel Macron Frakklandsforseti þarf á góðu gengi að halda í kosningunum í dag. EPA/GONZALO FUENTES Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Barist var um öll 577 þingsætin á franska þjóðþinginu í seinustu viku og er nú kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi náði hreinum meirihluta. Munu úrslitin í dag hafa heilmikið að segja um stjórnartíð Macron næstu fimm árin en hann hlaut endurkjör í apríl þegar hann mætti Marine Le Pen í seinni umferð. Óvænt sókn Jean-Luc Mélenchon Vinstrileiðtoginn Jean-Luc Mélenchon, sem naut minni stuðnings en Le Pen í forsetakosningunum, átti síðar eftir að reynast Macron erfiðari áskorun en leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi NUPES-bandalags vinstri flokka var sigurreifur eftir niðurstöður fyrri umferðarinnar.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Miðjubandalag Macron og vinstribandalagið Nupes undir leiðslu Jean-Luc Mélenchon voru hnífjöfn í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fór seinasta sunnudag. Mikið er í húfi fyrir Macron forseta og bandalag hans en hann þarf meirihluta til að ná fram þeim stefnumálum sem hann talaði fyrir í kosningabaráttu sinni í apríl. Þeirra á meðal eru breytingar á skattkerfinu og velferðarkerfinu og hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 65 ára í skrefum. Jean-Luc Mélenchon hefur meðal annars lofað því að berjast gegn hækkandi vöruverði, lækka ellilífeyrisaldur niður í 60 ár og fara í auknar aðgerðir gegn loftslagsvandanum. Kosningaáróður fyrir framan Saint Mary Major dómkirkjuna í Marseille í suðurhluta Frakklands.Ap/Daniel Cole Tvísýnt hvort hann haldi meirihluta Þrátt fyrir að kannanir bendi til að bandalag Macron muni taka meirihluta sætanna í dag þá spá greinendur að það geti mögulega ekki dugað til að tryggja miðjuflokkunum þau 289 sæti sem þurfi til að halda meirihlutanum á þjóðþinginu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en kjörstaðir opnuðu klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og loka tólf tímum síðar. Greinendur spá því að kjörsókn verði með svipuðu móti og í fyrri umferðinni þegar hún var sú lægsta frá upphafi, eða 47,5 prósent. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 13. júní 2022 08:01