Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 11:32 Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Samsett Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58