Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 11:32 Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Samsett Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent