Erlent

Af­lýsingar á He­at­hrow vegna heilu fjallanna af far­angri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gífurlegt magn af farangri hefur safnast upp í kjölfar þess að kerfið sem sér um farangursmeðhöndlun á Heathrow-flugvelli bilaði.
Gífurlegt magn af farangri hefur safnast upp í kjölfar þess að kerfið sem sér um farangursmeðhöndlun á Heathrow-flugvelli bilaði. Aðsent

Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag.

Stjórn Heathrow-flugvallar hefur beðið þau flugfélög sem fljúga frá flugstöðvum 2 og 3 að aflýsa 10% flugferða sinna þaðan. Búist er við að um 15 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum á aflýsingum 90 fugferða.

Starfsmeönnum Heathrow-flugvallar tókst í eftirmiðdaginn á sunnudag að vinna úr stórum hluta farangursfjallsins.Aðsent.

Samkvæmt forsvarsaðila flugvallarins var ákveðið að biðja þau flugfélög sem fljúga frá flugstöðvum 2 og 3 að þétta áætlanir sínar svo hægt væri að minnka þau yfirstandandi áhrif sem bilun í farangursmeðhöndlunarkerfi hefur haft.

Farangursfjöll og langar biðraðir

Kerfið sem sér um farangursmeðhöndlun á flugstöð 2 á vellinum bilaði á föstudag sem varð til þess að farangur safnaðist upp í farangursfjöll. Það leiddi til mikilla raskanna á starfsemi flugvallarins og þurftu margir farþegar að bíða tímum saman.

Í eftirmiðdaginn í dag, sunnudag, tókst starfsmönnum loks að vinna úr hinu gríðarlega safni af farangri sem hafði safnast. Búist er við að einhver hluti farangursins verði sendur með vörubílum til eigenda sinna.

Meðal þeirra flugfélaga sem hafa aflýst flugferðum sínum á mánudaginn eru British Airways, Virgin Atlantic, Air Canada, Air France og SAS.

Nánar er fjallað um málið í frétt Independent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×