Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 11:30 Romelu Lukaku gæti snúið aftur til Ítalíu. Robin Jones/Getty Images Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir. Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images
Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00