Manaði sig upp í símtölin og vonaði það besta Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2022 10:31 Heimir Bjarnason er aðeins 27 ára en leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í verkinu Þrot. Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar er á leiðinni í kvikmyndahús en um er að ræða sakamáladrama. Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira