Lífið

Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd

Elísabet Hanna skrifar
Þorvaldur Davíð fer með hlutverk Bjarna.
Þorvaldur Davíð fer með hlutverk Bjarna. Aðsend

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum.

Myndin er í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og er byggð á samnefndri bók eftir Bergsvein Birgisson. Ása Helga skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Bergsveini og Otto Geir Borg. Sagan gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar og hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni sem er klippt af Hannesi Halldórssyni:

Klippa: Svar við bréfi Helgu - Fyrsta stikla

Forboðin ást

Myndin fjallar um bóndann Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu sem er konan á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt og forboðið ástarsamband en með tímanum fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.

Skjáskot út myndinni.Aðsend

Í öðrum hlutverkum eru Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Myndin er framleidd af þeim Birgittu Björnsdóttur og Skúla Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×