„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 12:01 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach en liðið vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Twitter@vfl_gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira