„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 18:30 Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík örvandi ADHD-lyf ofnotuð hér á landi. Vísir/Egill Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum. Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið á ávísunum örvandi ADHD-lyfja síðustu ár en þegar hefur komið fram að þeim fjölgaði um tuttugu prósent milli 2020 og 2021. Samfara því hafi tilfellum geðrofa og örlyndis fjölgað. Frá árinu 2017 hafa ávísanir slíkra lyfja aukist um 58,6 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Einn af hverjum tíu verið á ADHD- lyfjum Á tímabilinu 2003 – 2021 fengu tæplega 32.000 einstaklingar hér á landi afgreidd örvandi ADHD- lyf eða um einn af hverjum tíu Íslendingum. Sífellt fleiri börn fá slík lyf en um fjórtán prósent stráka á aldrinum sex til sautján ára fengu þau í fyrra og átta prósent stelpna á sama aldri. Alls ekki góð þróun Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við norska Tækni-og vísindaháskólann og Háskóla Íslands segir slík lyf ofnotuð hér á landi. „Þetta er alls ekki góð þróun miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Þetta alltof há tala, það er talað um að þrjú til fimm prósent séu með ADHD á hinum Norðurlöndunum. Einn fremsti félagsfræðingur Noregs, sagði þar þegar fjögur komma níu prósent drengja var á ADHD-lyfjum, að það væru félagsleg svik. Þannig að samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu. Við verðum að finna nýja nálganir,“ segir Hermundur. Hann segir langtímaáhrif lyfjanna enn ekki komin fram. „Það skortir langtímarannsóknir á virkni lyfjanna og því þarf að fara rosalega varlega í þetta og finna aðrar leiðir. Kannski væri frekar hægt að byrja skólann þegar börn eru sjö ára, stytta skóladaginn, hafa meiri hreyfingu og aðstoða börnin meira við að finna ástríðuna sína, því ADHD getur verið styrkleiki ef börnin fá að vinna með það sem þau hafa ástríðu fyrir,“ segir hann. Börn sem eru fædd síðar á skólaári fara frekar á ADHD-lyf Hann bendir á að börn sem eru fædd síðar á árinu fái frekar ADHD-lyf. „Hvað þýðir það? Það er mjög áhugavert að setja það í stærra samhengi. Gæti ástæðan ekki frekar verið að krakkar sem eru fæddir síðar á árinu séu ekki með eins mikinn þroska og þau sem fæðast fyrr? Það getur haft þau áhrif að þau yngri eru aðeins á eftir þeim sem eldri eru. Það getur orðið til þess að þau sem eru fædd síðar á árinu verði stressuð og spennt sem getur mögulega valdið því að þau séu frekar sett á ADHD- lyf en þau sem eiga afmæli fyrr á árinu. Þetta er alla vega rosalega áhugaverð rannsókn sem þyrfti að kanna enn frekar og í stærra samhengi,“ segir hann. Hermundur telur mikilvægt að nálgast málið á nýjan hátt og bendir á verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmanneyja sem beinist m.a. að því að kveikja ástríðu hjá börnum og hvetja þau til að hreyfa sig. „Vinnudagurinn hér á landi er langur. Þjóðfélagið sem slíkt er í mikilli spennu og kapphlaupi og þetta kemur niður á börnunum okkar sem við setjum á lyf í stað þess að þau geti þrifist og fengið réttar áskoranir, sérstaklega í skólanum,“ segir Hermundur að lokum.
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. 3. júní 2021 13:18