Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 23:33 Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hér sést verðið á dæli í bænumCedar Rapids í Iowa á föstudaginn var. Nick Rohlman/The Gazette via AP Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. Í gær sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna að tillaga um að leggja eldsneytisskatt sem lagður er á í öllum ríkjum Bandaríkjanna tímabundið til hliðar, væri til skoðunar. Í dag staðfesti Biden að tillagan væri til alvarlegrar skoðunar. „Já, ég er að skoða það. Ég vona að ég geti tekið ákvörðun byggða á þeim gögnum sem ég er að skoða fyrir vikulok,“ sagði Biden við blaðamenn í dag. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Joe Biden var á ströndinni í dag.(AP Photo/Manuel Balce Ceneta) Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Verðbóla er einnig í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og mælist nú um 8,6 prósent. Tímabundin aflétting eldsneytiskattsins er sögð vera ein af mörkum tillögum sem ríkisstjórn Biden ku vera að skoða til að létta á verðbólguþrýstingi. Þá sagðist Biden einnig ætla krefja forsvarsmenn bandarískra olíuframleiðenda svara um af hverju ekki væri að vinna meiri olíu til þess að auka mætti framboð af olíu og olíuvörum. Bandaríkin Bensín og olía Joe Biden Tengdar fréttir Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Í gær sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna að tillaga um að leggja eldsneytisskatt sem lagður er á í öllum ríkjum Bandaríkjanna tímabundið til hliðar, væri til skoðunar. Í dag staðfesti Biden að tillagan væri til alvarlegrar skoðunar. „Já, ég er að skoða það. Ég vona að ég geti tekið ákvörðun byggða á þeim gögnum sem ég er að skoða fyrir vikulok,“ sagði Biden við blaðamenn í dag. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Joe Biden var á ströndinni í dag.(AP Photo/Manuel Balce Ceneta) Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Verðbóla er einnig í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og mælist nú um 8,6 prósent. Tímabundin aflétting eldsneytiskattsins er sögð vera ein af mörkum tillögum sem ríkisstjórn Biden ku vera að skoða til að létta á verðbólguþrýstingi. Þá sagðist Biden einnig ætla krefja forsvarsmenn bandarískra olíuframleiðenda svara um af hverju ekki væri að vinna meiri olíu til þess að auka mætti framboð af olíu og olíuvörum.
Bandaríkin Bensín og olía Joe Biden Tengdar fréttir Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15. júní 2022 09:52