Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 14:27 Hæstiréttur Íslands mun taka mál Sjóvar og hásetans fyrir. Vísir/Vilhelm Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Málavextir voru þeir að hásetinn slasaðist um borð í frystitogara þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Hásetinn leitaði, í samráði við Sjóvá, mats læknis og lögfræðings á afleiðingum slyssins og var varanlegur miski hans metinn fimm stig og varanleg örorka tíu prósent. Matsgerð þessi sem og að bótaskylda Sjóvár voru óumdeildar og sömdu hásetinn og Sjóvá um bótagreiðslur. Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit, sem bar yfirskriftina fullnaðaruppgjör, fyrir hönd hásetans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt matsgerð. Örorkunefnd mat heilsu hásetans verri Svo fór að heilsu hásetans hrakaði og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Þá beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá eftirstöðva bóta miðað við nýja matsgerð greiddar en Sjóvá synjaði kröfu hans með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Fyrirvarinn talinn trompa ákvæði skilmála Hásetinn höfðaði þá dómsmál á hendur Sjóvá. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti, var Sjóvá dæmt til að greiða hásetanum bætur miðað við hið nýrra örorkumat vegna þess að hann hafði gert fyrirvara þegar hann undirritaði bótayfirlit. Þá sagði í dóminum að Sjóvá hefði lengst af ekki borið fyrir sig ákvæði í tryggingarskilmálum um tímafrest við þær aðstæður sem uppi væru í málinu. Sjóvá hefði engum andmælum hreyft gegn fyrirvaranum eða gildissviði hans, né gert sérstakan áskilnað um að nýtt mat yrði að leggja fram innan þriggja ára frá slysdegi í samræmi við ákvæði tryggingarskilmálanna. Yrði Sjóvá því látin bera hallann af því að hafa ekki skilmerkilega áréttað þann áskilnað. Sjóvá taldi dóm Landsréttar í andstöðu við dómafordæmi Sjóvá óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar með vísan til þess að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til þar sem dómurinn sé í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Þá byggir Sjóvá á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem við uppgjör vátryggingarbóta reyni reglulega á samhljóða ákvæði í vátryggingarskilmálum auk þess sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um túlkun fyrirvara við bótauppgjör. Þrír dómarar Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu að hæstaréttardómur í málinu kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðum laga um meðferð einkamála um áfryjun til Hæstaréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt. Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér og dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Vinnuslys Tryggingar Sjávarútvegur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira