Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:42 Börnin sem voru myrt í Uvalde voru á aldrinum níu til ellefu ára. Tveir kennarar á fimmtugsaldri féllu einnig í árásinni. AP/Eric Gay Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent