Spyrnum við og breytum þessu Stefán Árnason skrifar 21. júní 2022 16:31 TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004. Þetta eru þau svör sem ég fengið frá tryggingarfélögum þegar ég leitast eftir að efla nauðsynlega líf og sjúkdómatryggingar, til að tryggja líf mitt og minna nánustu, verðum við fyrir óvæntu áfalli í lífinu. Ástæðan er sú, líkt og ofangreind svör gefa til kynna, að ég hef leitað mér læknisaðstoðar vegna andlegra vandamála, líkt og þunglyndis. Ég er kvæntur þriggja barna faðir, rek mína eigin fasteign og bifreið og er í stöðugu starfi. Þrátt fyrir mín vandamál, hef ég verið það heppinn að geta verið virkur í mínu lífi, bæði leik og starfi og getað sinnt flestum verkefnum lífsins með mína grímu og viljastyrk. Engu síður fæ ég höfnun á tryggingum og þegar óskað hefur verið eftir rökstuðningi, hærri iðngjöldum eða fyrirvara um að tryggingin nái ekki yfir andleg veikindi, þá hafa viðbrögðin verið engin. Árið 2021 kom fram hjá landlæknisembætti Íslands að tæpur fjórðungur Íslendinga hefðu fengið ávísað kvíða- eða þunglyndislyfjum vegna andlegra vandamála og á sama tíma fer tíðni sjálfsvíga sífellt hækkandi. Þannig að ég er eflaust ekki sá eini sem hefur fengið álíka svör við umsóknum á líf og sjúkdómatryggingum. Það að tryggingafélög hafni tryggingum á þeim forsendum að einstaklingur leiti sér aðstoðar, á heilsugæslu, til að takast á við andleg vandamál, í þeim tilgangi að geta að verið virkur í sínu lífi, er í besta falli óskiljanlegt. Það hlýtur að þurfa að taka frekari forsendur inn í það mat og veita rökstuðning þegar þess er óskað líkt og lagavísun í höfnuninni gefur til kynna. Undanfarin tvö ár hafa verið allri heimsbyggðinni erfið en ofan á skammdegið og venjubundnar áhyggjur af atvinnu, menntun, fjölskyldu og heimili, bætist heimsfaraldur vegna covid19 með sinni smitskömm, heilsufarskvíða, efnahagshruni, einangrun og fleiri jafn veigamiklum atriðum. Nú er árið 2022 og samfélagið komið aftur á fullt en margir standa þó enn eftir með ógróin sár og plástra í formi lyfja til að lágmarka dægursveiflunar sem einkenna okkur svo mörg. Á sama tíma er engin greiðsluþátttaka vegna sálfræðimeðferðar fyrir fullorðna, af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), þar sem raunveruleg aðstoð á andlegum vandamálum fer fram. Það sem er óskiljanlegra en að tryggingafélög synji einstaklingum eins og mér, er að SÍ skuli ekki enn þá hafa verið gefin heimild að taka þátt í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu fullorðinna. Vissulega er hægt að sækja um styrki hjá stéttarfélögum, en sá styrkur er í flestum tilfellum óverulegur og gagnast stutt á móti sálfræðitímum sem kosta á bilinu 18-20 þúsund miðað við 50 mínútna viðtal (óstaðfestar tölur). Hávært ákall um eflingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur bergmálað í samfélaginu, fyrir tómum eyrum ráðamanna um árabil. Dag eftir dag eru sagðar sorgarsögur af einstaklingum sem hafa „týnst“ í kerfinu, gefist upp eða fallið fyrir eigin hendi vegna lokaðra dyra eða ófærra leiða í átt að bata. Á sama tíma er biðtími barna og unglinga í greiningu vegna ADHD sífellt að lengjast, bæði í gegnum opinbera kerfið sem og það einkarekna, hliðarverkun þess er aukið þunglyndi og kvíði í þeim viðkvæma hópi einstaklinga sem eiga að skipa framtíð Íslands. Kerfið okkar, eins og það er framkvæmt í dag, er því að skapa eigin vítahring og flækjur sem verða ekki leystar í Excel-skjali. Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata. Það gengur ekki lengur að geðheilbrigði falli ekki undir heilbrigðisvandamál sem hljóti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Það er nauðsynlegt að styrkja og styðja þau úrræði sem hægt er að sækja í, hvort sem þau eru opinber eða einkarekin, og ríkið verður að taka þátt í að kosta slíkt fyrir skattborgara sína. Enda er kostnaður við að missa fólk úr lífinu eða af vinnumarkaði vegna andlegs álags mun meiri. Einkarekin tryggingafélög mættu einnig endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Höfundur er þunglyndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004. Þetta eru þau svör sem ég fengið frá tryggingarfélögum þegar ég leitast eftir að efla nauðsynlega líf og sjúkdómatryggingar, til að tryggja líf mitt og minna nánustu, verðum við fyrir óvæntu áfalli í lífinu. Ástæðan er sú, líkt og ofangreind svör gefa til kynna, að ég hef leitað mér læknisaðstoðar vegna andlegra vandamála, líkt og þunglyndis. Ég er kvæntur þriggja barna faðir, rek mína eigin fasteign og bifreið og er í stöðugu starfi. Þrátt fyrir mín vandamál, hef ég verið það heppinn að geta verið virkur í mínu lífi, bæði leik og starfi og getað sinnt flestum verkefnum lífsins með mína grímu og viljastyrk. Engu síður fæ ég höfnun á tryggingum og þegar óskað hefur verið eftir rökstuðningi, hærri iðngjöldum eða fyrirvara um að tryggingin nái ekki yfir andleg veikindi, þá hafa viðbrögðin verið engin. Árið 2021 kom fram hjá landlæknisembætti Íslands að tæpur fjórðungur Íslendinga hefðu fengið ávísað kvíða- eða þunglyndislyfjum vegna andlegra vandamála og á sama tíma fer tíðni sjálfsvíga sífellt hækkandi. Þannig að ég er eflaust ekki sá eini sem hefur fengið álíka svör við umsóknum á líf og sjúkdómatryggingum. Það að tryggingafélög hafni tryggingum á þeim forsendum að einstaklingur leiti sér aðstoðar, á heilsugæslu, til að takast á við andleg vandamál, í þeim tilgangi að geta að verið virkur í sínu lífi, er í besta falli óskiljanlegt. Það hlýtur að þurfa að taka frekari forsendur inn í það mat og veita rökstuðning þegar þess er óskað líkt og lagavísun í höfnuninni gefur til kynna. Undanfarin tvö ár hafa verið allri heimsbyggðinni erfið en ofan á skammdegið og venjubundnar áhyggjur af atvinnu, menntun, fjölskyldu og heimili, bætist heimsfaraldur vegna covid19 með sinni smitskömm, heilsufarskvíða, efnahagshruni, einangrun og fleiri jafn veigamiklum atriðum. Nú er árið 2022 og samfélagið komið aftur á fullt en margir standa þó enn eftir með ógróin sár og plástra í formi lyfja til að lágmarka dægursveiflunar sem einkenna okkur svo mörg. Á sama tíma er engin greiðsluþátttaka vegna sálfræðimeðferðar fyrir fullorðna, af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), þar sem raunveruleg aðstoð á andlegum vandamálum fer fram. Það sem er óskiljanlegra en að tryggingafélög synji einstaklingum eins og mér, er að SÍ skuli ekki enn þá hafa verið gefin heimild að taka þátt í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu fullorðinna. Vissulega er hægt að sækja um styrki hjá stéttarfélögum, en sá styrkur er í flestum tilfellum óverulegur og gagnast stutt á móti sálfræðitímum sem kosta á bilinu 18-20 þúsund miðað við 50 mínútna viðtal (óstaðfestar tölur). Hávært ákall um eflingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur bergmálað í samfélaginu, fyrir tómum eyrum ráðamanna um árabil. Dag eftir dag eru sagðar sorgarsögur af einstaklingum sem hafa „týnst“ í kerfinu, gefist upp eða fallið fyrir eigin hendi vegna lokaðra dyra eða ófærra leiða í átt að bata. Á sama tíma er biðtími barna og unglinga í greiningu vegna ADHD sífellt að lengjast, bæði í gegnum opinbera kerfið sem og það einkarekna, hliðarverkun þess er aukið þunglyndi og kvíði í þeim viðkvæma hópi einstaklinga sem eiga að skipa framtíð Íslands. Kerfið okkar, eins og það er framkvæmt í dag, er því að skapa eigin vítahring og flækjur sem verða ekki leystar í Excel-skjali. Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata. Það gengur ekki lengur að geðheilbrigði falli ekki undir heilbrigðisvandamál sem hljóti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Það er nauðsynlegt að styrkja og styðja þau úrræði sem hægt er að sækja í, hvort sem þau eru opinber eða einkarekin, og ríkið verður að taka þátt í að kosta slíkt fyrir skattborgara sína. Enda er kostnaður við að missa fólk úr lífinu eða af vinnumarkaði vegna andlegs álags mun meiri. Einkarekin tryggingafélög mættu einnig endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Höfundur er þunglyndur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun