Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 11:09 Böðvar Guðjónsson stýrði körfuboltaskútunni hjá KR á mesta blómaskeiði félagsins. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið. „Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni. Subway-deild karla KR Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni.
Subway-deild karla KR Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins