Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 13:45 Sigurvin Ólafsson kom KV upp um tvær deildir. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld. HILMAR ÞÓR NORÐFJÖRÐ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“
Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira