„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 14:35 Íris Guðnadóttir er einn landeigenda við Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm/Einar Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47