Markús hafi ekki verið vanhæfur í BK-málinu Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 15:47 Markús Sigurbjörnsson vermdi sæti forseti Hæstaréttar fyrir miðju þegar dómur gekk í BK-málinu svokallaða. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, en Endurupptökunefnd féllst á beiðni Magnúsar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Hæstarétti árið 2015 yrði endurupptekinn. Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Hrunið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Hrunið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira