Erlent

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verkfallsaðgerðirnar hafa lamað lestarsamgöngur í landinu.
Verkfallsaðgerðirnar hafa lamað lestarsamgöngur í landinu. epa/Andy Rain

Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Tugþúsundir starfsmanna taka þátt í aðgerðunum og krefjast hærri launa, atvinnuöryggis og betra vinnuumhverfis. 

Samningafundur deiluaðila í gær skilaði engum árangri og samtök lestarstarfsmanna saka ráðherra í bresku ríkisstjórninni um að skemma fyrir viðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×