Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:30 Samherjarnir fyrrverandi á góðri stundu. Giuseppe Maffia/Getty Images Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans. Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu. Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu.
Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira