Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 22:43 Blikar tróna á toppi Bestu deildarinnar, 11 stigum á undan næsta liði. Þeir fara fagnandi inn í bikarhelgi. Vísir/ Hulda Margrét Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn betur heilt yfir í kvöld þó svo að Ísak Snær hafi fengið frábært færi til þess að skora á 5. mínútu leiksins en skot hans af varnarmanni og í stöngina. Blikar áttu í erfiðleikum með pressu KR sem síðan komust í hættulegar stöður. Vörn Blika, auk Antons Ara í markinu, stóð vaktina vel og líklegt er að Óskar Hrafn, þjálfari, hafi sett leikinn upp þannig til að byrja með að liðið myndi halda þétt til baka og sækja svo hratt þegar færi gæfist. Það færi gafst á 24. mínútu þegar Finnur Tómas sendi hræðilega sendingu úr vörninni beint á Jason Daða sem tók strax á rás í átt að marki. Jason renndi boltanum svo á Viktor Karl Einarsson sem setti boltann í netið með viðkomu í Beiti, markverði KR. Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika. Hann glottir hér við tönn í leik kvöldins.Vísir/ Hulda Margrét Eftir tilviljanakenndan sóknarleik fengu KR sínar hornspyrnur sem þeir nýttu illa áður en Blikar skoruðu annað mark leiksins á 39. mínútu. Eftir hraða sókn var Ísak Snær fylginn sér á eftir boltanum inni í teig. Beitir kom út úr markinu og ætlaði að renna sér í boltann en Ísak Snær komst á milli og uppskar vítaspyrnu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, steig á punktinn og skoraði örugglega. staðan 2-0 í hálfleik. Höskuldur skoraði örugglega úr vítinu.Vísir/ Hulda Margrét Blikarnir tóku öll völd á leiknum í upphafi síðari hálfleiks og sóttu hart að marki KR. Þeir uppskáru svo þriðja markið á 56. mínútu. Þar var að verki heitasti maður deildarinnar, Ísak Snær Þorvaldsson. Höskuldur Gunnlaugsson sendi boltann inn í teig KR úr hornspyrnu og Mikkel Qvist, sem var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Bestu deildinni, átti fínan skalla að markinu sem Beitir varði. Ísak Snær var líkt og svo oft áður ákveðnastur í teignum og kom boltanum yfir línuna. Hans ellefta mark í sumar. Ísak Snær hafði skorað tíu mörk í deildinni fyrir leikinn í kvöld. Hér gerir hann það ellefta.Vísir/ Hulda Margrét Þremur mínútum síðar lagði Ísak Snær svo upp annað mark sitt í leiknum, að meðtöldu vítinu sem hann fiskaði. Ísak fékk þá sendingu inn í teiginn frá Oliver Sigurjónssyni og sendi boltann í fyrsta á Jason Daða. Jason reyndi skot að marki sem fór af Arnóri Sveini, varnarmanni KR, í stöngina og inn. Heldur klaufalegur varnarleikur hjá KR-ingum þar. Blikar fanga saman marki Jasons Daða.Vísir/ Hulda Margrét Síðasta hálftíma leiksins gerðu Blikar svo vel í því að drepa leikinn eins og hægt var. Atli Sigurjónsson reyndi nokkur skot að marki Blika en Anton Ari, markvörður Blika, var vel á verði. Lokatölur á Kópavogsvelli 4-0 heimasigur og Breiðablik hafa þá unnið báða leiki deildarinnar gegn KR. Eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2012 en KR hefur gengið vel gegn Blikum síðastliðin ár. Svekktir KR-ingar í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Af hverju unnu Blikar? Líkt og í fyrri leik þessara liða þá er það vegna þess að KR-ingar eru ekki nægilega beittir í sóknarleiknum. Það má vel hrósa varnarleik Blika en mér finnst lið eins og KR eiga að skora úr allavega einum af þeim sénsum sem þeir fá. Breiðablik var agað og sótti hratt þegar færi gafst. Blikar refsuðu með sínum gæðum fyrir mistök KR-inga og þess vegna vinna þeir þennan leik. Hverjir voru bestir? Áður sagðar fréttir. Ísak Snær og Jason Daði voru báðir frábærir í dag, það er varla hægt að eiga við þessa tvo um þessar mundir. Svo langar mig að nefna tvo. Annars vegar Mikkel Qvist sem var virkilega öflugur í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Ekkert stress með boltann og gríðarlega sterkur varnarlega. Hins vegar Anton Ara, markmann, sem var klár í hvert skipti KR-ingar sóttu og sömuleiðis ekki í neinu brasi með boltann. Fullorðin frammistaða hjá honum í dag. Anton Ari og Mikkel Qvist spiluðu vel í liði Blika í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Hvað mætti betur fara? Mér finnst KR vanta plan. Hvernig vilja þeir sækja? Hvernig ætla þeir að sækja? Hvernig eiga mörkin að koma? Þetta er allt svo mikil tilviljun og það er bara vonast eftir því að gæðamiklu mennirnir búi bara til mörk. Sömuleiðis var greinilegur munur á liðunum hvernig þau brugðust við eftir mistök andsæðingsins. Breiðablik eru klárlega æfðir í slíkum skyndisóknum á meðan KR-ingar virðast ætla að treysta á að það leysist bara og þeir nái að skora eftir mistök Blika. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum um helgina. Breiðablik mætir ÍA og KR-ingar eiga útileik gegn 2. deildaliði Njarðvíkur sem trónir á toppi 2. deildar. Höskuldur þakkar hér félaga sínum, Ísaki Snæ, fyrir vítið.Vísir/ Hulda Margrét Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Breiðablik Besta deild karla
Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn betur heilt yfir í kvöld þó svo að Ísak Snær hafi fengið frábært færi til þess að skora á 5. mínútu leiksins en skot hans af varnarmanni og í stöngina. Blikar áttu í erfiðleikum með pressu KR sem síðan komust í hættulegar stöður. Vörn Blika, auk Antons Ara í markinu, stóð vaktina vel og líklegt er að Óskar Hrafn, þjálfari, hafi sett leikinn upp þannig til að byrja með að liðið myndi halda þétt til baka og sækja svo hratt þegar færi gæfist. Það færi gafst á 24. mínútu þegar Finnur Tómas sendi hræðilega sendingu úr vörninni beint á Jason Daða sem tók strax á rás í átt að marki. Jason renndi boltanum svo á Viktor Karl Einarsson sem setti boltann í netið með viðkomu í Beiti, markverði KR. Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika. Hann glottir hér við tönn í leik kvöldins.Vísir/ Hulda Margrét Eftir tilviljanakenndan sóknarleik fengu KR sínar hornspyrnur sem þeir nýttu illa áður en Blikar skoruðu annað mark leiksins á 39. mínútu. Eftir hraða sókn var Ísak Snær fylginn sér á eftir boltanum inni í teig. Beitir kom út úr markinu og ætlaði að renna sér í boltann en Ísak Snær komst á milli og uppskar vítaspyrnu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, steig á punktinn og skoraði örugglega. staðan 2-0 í hálfleik. Höskuldur skoraði örugglega úr vítinu.Vísir/ Hulda Margrét Blikarnir tóku öll völd á leiknum í upphafi síðari hálfleiks og sóttu hart að marki KR. Þeir uppskáru svo þriðja markið á 56. mínútu. Þar var að verki heitasti maður deildarinnar, Ísak Snær Þorvaldsson. Höskuldur Gunnlaugsson sendi boltann inn í teig KR úr hornspyrnu og Mikkel Qvist, sem var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Bestu deildinni, átti fínan skalla að markinu sem Beitir varði. Ísak Snær var líkt og svo oft áður ákveðnastur í teignum og kom boltanum yfir línuna. Hans ellefta mark í sumar. Ísak Snær hafði skorað tíu mörk í deildinni fyrir leikinn í kvöld. Hér gerir hann það ellefta.Vísir/ Hulda Margrét Þremur mínútum síðar lagði Ísak Snær svo upp annað mark sitt í leiknum, að meðtöldu vítinu sem hann fiskaði. Ísak fékk þá sendingu inn í teiginn frá Oliver Sigurjónssyni og sendi boltann í fyrsta á Jason Daða. Jason reyndi skot að marki sem fór af Arnóri Sveini, varnarmanni KR, í stöngina og inn. Heldur klaufalegur varnarleikur hjá KR-ingum þar. Blikar fanga saman marki Jasons Daða.Vísir/ Hulda Margrét Síðasta hálftíma leiksins gerðu Blikar svo vel í því að drepa leikinn eins og hægt var. Atli Sigurjónsson reyndi nokkur skot að marki Blika en Anton Ari, markvörður Blika, var vel á verði. Lokatölur á Kópavogsvelli 4-0 heimasigur og Breiðablik hafa þá unnið báða leiki deildarinnar gegn KR. Eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2012 en KR hefur gengið vel gegn Blikum síðastliðin ár. Svekktir KR-ingar í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Af hverju unnu Blikar? Líkt og í fyrri leik þessara liða þá er það vegna þess að KR-ingar eru ekki nægilega beittir í sóknarleiknum. Það má vel hrósa varnarleik Blika en mér finnst lið eins og KR eiga að skora úr allavega einum af þeim sénsum sem þeir fá. Breiðablik var agað og sótti hratt þegar færi gafst. Blikar refsuðu með sínum gæðum fyrir mistök KR-inga og þess vegna vinna þeir þennan leik. Hverjir voru bestir? Áður sagðar fréttir. Ísak Snær og Jason Daði voru báðir frábærir í dag, það er varla hægt að eiga við þessa tvo um þessar mundir. Svo langar mig að nefna tvo. Annars vegar Mikkel Qvist sem var virkilega öflugur í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Ekkert stress með boltann og gríðarlega sterkur varnarlega. Hins vegar Anton Ara, markmann, sem var klár í hvert skipti KR-ingar sóttu og sömuleiðis ekki í neinu brasi með boltann. Fullorðin frammistaða hjá honum í dag. Anton Ari og Mikkel Qvist spiluðu vel í liði Blika í kvöld.Vísir/ Hulda Margrét Hvað mætti betur fara? Mér finnst KR vanta plan. Hvernig vilja þeir sækja? Hvernig ætla þeir að sækja? Hvernig eiga mörkin að koma? Þetta er allt svo mikil tilviljun og það er bara vonast eftir því að gæðamiklu mennirnir búi bara til mörk. Sömuleiðis var greinilegur munur á liðunum hvernig þau brugðust við eftir mistök andsæðingsins. Breiðablik eru klárlega æfðir í slíkum skyndisóknum á meðan KR-ingar virðast ætla að treysta á að það leysist bara og þeir nái að skora eftir mistök Blika. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik í bikarnum um helgina. Breiðablik mætir ÍA og KR-ingar eiga útileik gegn 2. deildaliði Njarðvíkur sem trónir á toppi 2. deildar. Höskuldur þakkar hér félaga sínum, Ísaki Snæ, fyrir vítið.Vísir/ Hulda Margrét Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti