Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs, sagði í morgun að hún reikni með frekari vaxtahækkunum síðar á árinu.
„Eins og við metum framtíðarhorfur og áhættuna, þá munu stýrivextirnir að öllum líkindum hækka í 1,5 prósent í ágúst,“ sagði Wolden Bache.
Seðlabankastjórinn segir ástæðu stýrivaxtahækkunarinnar meðal annars vera mikil verðbólga og lítið atvinnuleysi.