Lífið

Kendall Jenner og NBA stjarnan Devin Booker eru hætt saman

Elísabet Hanna skrifar
Kendall Jenner og Devin Booker voru stödd á Ítalíu í brúðkaupi Kourtney og Travis í maí.
Kendall Jenner og Devin Booker voru stödd á Ítalíu í brúðkaupi Kourtney og Travis í maí. Getty/NINO

Fyrirsætan Kendall Jenner og körfuboltamaðurinn Devin Booker eru hætt saman eftir tveggja ára samband samkvæmt Entertainment Tonight, allavegana í bili þar sem talið er að þau gætu náð aftur saman. 

Parið byrjaði fyrst saman sumarið 2020 en nú hafa þau farið í sitthvora áttina þar sem Kendall virðist telja þau vera á mismunandi bylgjulengdum í lífinu. Samkvæmt heimildum hafa þau átt samræður um framtíðina saman og eru ekki á sömu blaðsíðunni þegar kemur að henni. 

Fyrr á árinu voru vangaveltur um það hvort að parið væri búið að setja upp hringa þar sem hann bar hring á baugfingri en svo virðist ekki vera raunin. Kendall sagði í raunveruleikaþættinum The Kardashians að henni þætti barneignir vera raunverulegan kost fyrir sér á þessum tímapunkti í lífinu.

Á hliðarlínunni

Devin spilar fyrir liðið Phoenix Suns og hefur Kendall oftar en ekki sést á hliðarlínunni að fylgjast með sínum manni. Áður en Kendall og Devin byrjuðu saman þekktust þau í gegnum sameiginlega vini og höfðu meðal annars farið á tvöfalt stefnumót. 

Kendall var oft á hliðarlínunni.Getty/Kevork Djansezian

Tvöfalt stefnumót

Þá var Kendall í sambandi með körfuboltamanninum Ben Simmons og Devin var í sambandi með fyrrum bestu vinkonu Kylie Jenner, Jordyn Woods. Devin og Jordyn hættu saman árið 2019 en það var sama ár og Jordyn sást kyssa kærasta og barnsföður Khloé Kardashian, Tristan Thompson.

Það varð til þess að Khloé og Tristan hættu saman. Það atvik er einnig ástæða þess að vinskapur Jordyn og Kylie eyðilagðist.


Tengdar fréttir

Kendall Jenner gagnrýnd fyrir hundrað gesta hrekkjavökupartý

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum í dag fyrir að halda upp á afmælið sitt í miðjum heimsfaraldri. Afmælisveisla Jenner var með hrekkjavökuþema og samkvæmt People.com voru um hundrað gestir í veislunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.