Matarverðshækkanir og tollar Ólafur Stephensen skrifar 24. júní 2022 10:30 Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun