Innlent

Gert að fyrsta hvalnum í hvalstöðinni í morgun

Kristján Már Unnarsson skrifar
Langreyður dregin upp í hvalstöðina. Myndin er úr safni.
Langreyður dregin upp í hvalstöðina. Myndin er úr safni. Vilhelm Gunnarsson

Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær.

Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.


Tengdar fréttir

Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða

Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×