„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Snorri Másson skrifar 24. júní 2022 12:33 Sigursteinn Másson segir hvalveiðar Íslendinga í raun bara hvalveiðar eins manns, Kristjáns Loftssonar. Mynd af hval er úr safni, en tveir hafa þegar veiðst á þessari vertíð. samsett Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands. Hvalveiðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.
Hvalveiðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira