Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 21:01 Sjö sjúklingar á sextán manna deild á Landakoti hafa greinst smitaðir. Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira