Óvissa um örlög 690 íbúða vegna Reykjavíkurflugvallar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 20:15 Borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Innviðaráðuneytið segir uppbyggingu 690 íbúða við nýjan Skerjafjörð og framkvæmdir vegna þeirra ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði. Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði.
Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent