Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 07:50 Vopnaður lögreglumaður á vettvangi skotárásarinnar í Osló í nótt. Byssumaðurinn hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. AP/Javad Parsa/NTB Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira