Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 14:40 Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota. Vísir/EPA Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49