Viðskipti erlent

Byrja að nota stærstu farþegaþotur heims á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Stefnt er að því að hefja notkun á vélunum næsta sumar.
Stefnt er að því að hefja notkun á vélunum næsta sumar. Lufthansa

Flugfélagið Lufthansa hyggst byrja að nota Airbus A380-farþegaþotur sínar að nýju. Flugfélagið hefur ekki notast við þoturnar síðan árið 2020 þar sem ekki var hægt að fylla þær af farþegum í miðjum heimsfaraldri.

Í tilkynningu frá félaginu segir að þoturnar séu stærstu farþegaþotur sögunnar. Þær eru 73 metrar að lengd og komast 509 farþegar fyrir í þeim.

Flugfélagið ætlar að byrja að nota allar átta Airbus A380-þotur sínar frá og með næsta sumri. Félagið notaðist við fjórtán þotur áður en heimsfaraldurinn skall á en hefur náð að selja sex af þeim vélum.

Airbus A380 er ekki lengur framleidd þar sem helsti pöntunaraðili vélanna, flugfélagið Emirates, ákvað að fækka og minnka pantanir sínar á vélunum. Viðskiptamódel flugfélagsins var byggt á notkun vélanna en þar sem það gekk erfiðlega að standa í samkeppni við önnur flugfélög var ákveðið að notast einnig við minni vélar.

Í tilkynningunni frá Lufthansa er einnig greint frá því að félagið sé búin að panta meira en 110 farþegaþotur sem taka á í notkun á næstu árum. Þoturnar eru af gerðunum AirbusA350, Boeing 787, Boeing 777-9 og Airbus 320/321.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×