Erlent

Þrír létu lífið er lest klessti á vöru­bíl í Mis­souri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndin er tekin af einum farþega lestarinnar eftir slysið. Fólk aðstoðaði aðra við að koma sér úr lestinni.
Myndin er tekin af einum farþega lestarinnar eftir slysið. Fólk aðstoðaði aðra við að koma sér úr lestinni. AP/Dax McDonald

Þrír eru látnir og að minnsta kosti fimmtíu slasaðir eftir að járnbrautarlest fór af teinunum í Missouri-ríki í Bandaríkjunum. Lestin skall á vörubíl við gatnamót nærri bænum Mendon.

243 farþegar og tólf starfsmenn voru um borð í lestinni sem var á leið frá Los Angeles til Chicago. Tveir þeirra látnu voru farþegar í lestinni en sá þriðji var ökumaður vörubílsins.

Á umræddum gatnamótum eru engin ljós sem vara ökumenn við því að lest sé að koma. Fjórtán manna teymi rannsakar málið nú.

Sjö af vögnum lestarinnar fóru af teinunum og þurftu farþegar að klifra ofan á lestina til að koma sér út.

Mike Parson, ríkisstjóri Missouri, hefur óskað eftir því að fólk biðji fyrir þeim sem lentu í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×