Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 10:24 John Eastman (t.v.) við vitnisburð fyrir þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið. AP/6. janúarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Lagt var hald á síma Johns Eastman þegar hann kom út af veitingastað á miðvikudag. Sama dag gerðu alríkisfulltrúar húsleit og afhentu stefnur í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hvork FBI né bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Í kæru sem Eastman lagði fram til að fá haldlagningunni hnekkt í Nýju-Mexíkó kemur fram að hann hafi verið neyddur til þess að opna símann með fingrafarsskanna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Í kæru sinni segir Eastman að á símanum séu meðal annars að finna tölvupósta sem hafa verið bitbein hans og þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið um margra mánaða skeið. Eastman heldur því fram að hann sé bundinn trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings um efni tölvupóstanna Eastman þessi skrifaði minnisblað um hvernig hann taldi að Mike Pence, þáverandi varaforseti, gæti neitað að staðfesta kosningasigur Biden þegar báðar deildir þingsins komu saman 6. janúar 2021. Til þess þyrftu ríkisþingmenn repúblikana í nokkrum ríkjum að samþykkja hóp falskra kjörmanna í stað þeirra réttkjörnu. Hann var einnig á meðal ræðumanna á útifundi Trump með stuðningsmönnum sínum í Washington-borg að morgni þess dags. Hluti mannfjöldans gekk síðan að þinghúsinu og braust þangað inn með valdi. Tölvupóstar sem hafa þegar verið birtir í tengslum við rannsókn þingnefndarinnar benda til þess að Eastman hafi síst iðrast gjörða sinna, jafnvel eftir að múgurinn réðst á þinghúsið og lífverðir þurftu að fylgja Pence út úr sal öldungadeildarinnar. „Þökk sé kjaftæðinu þínu er núna setið um okkur,“ skrifaði Greg Jacob, einn ráðgjafa Pence bálillur í tölvupósti til Eastman 6. janúar. Eastman svaraði með því að orsök árásarinnar væri að Pence hefði ekki gert það sem hann og Trump vildu, að því er segir í frétt Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49