Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 12:51 Teikning sem sýnir stoppistöð við Hamraborg, sem er á dagskrá fyrstu lotu Borgarlínunnar. Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025. Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025.
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira