Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 12:51 Teikning sem sýnir stoppistöð við Hamraborg, sem er á dagskrá fyrstu lotu Borgarlínunnar. Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025. Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Borgarlínunnar þar sem segir að aðundanförnu hafi tímaáætlanir framkvæmda vegna fyrstu lotu Borgarlínu verið til endurskoðunar hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar. Þegar frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, voru kynntar, stóðu vonir til að framkvæmdir myndu hefjast í fyrsta lagi 2023 og fyrsti vagninn gæti farið þessa leið seinni hluta ársins 2025. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Fyrsta lota Borgarlínunnar. Á vef Borgarlínunnar segir að uppfærð áætlanir miði við að framkvæmdalok fyrstu lotu verði tvískipt. Leggurinn Hamraborg-Miðbær verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn Ártúnshöfði-Miðbær verði tilbúinn 2027. Verkefnið er tæknilega flókið og þarf að stilla ýmsa þætti þess saman með öðrum verkefnum Samgöngusáttmálans sem fram undan eru eða eru þegar hafin. Þá hafa COVID-19 faraldurinn og stríðið í Úkraínu haft áhrif á virðiskeðjur, segir á vef Borgarlínunar. Þar kemur einnig fram að í haust hefjist fyrstu framkvæmdir vegna Borgarlínunnar, þegar byrjað verður á landfyllingu fyrir nýja Fossvogsbrú. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í lok árs 2024. Uppfærð tímalína framkvæmda við fyrstu lotu. Á vef Borgarlínunnar segir jafnframt að undirbúningur við aðrar lotur Borgarlínunnar sé að hefjast. Sú vinna muni standa yfir fram á næsta ár. Fyrsta lota Borgarlínunnar er sú lengsta, eða um 14,5 km. Aðrar lotur eru styttri og þær munu vinnast samhliða lotu eitt. Áfram er þó gert ráð fyrir að vagnar Borgarlínunnar muni hefja akstur á leiðinni Hamraborg - HÍ á árinu 2025.
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira