Slúðurmiðillinn TMZ birti myndir af Barker í gær þar sem hann var fluttur á börum inn á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles í gær en hann var fluttur þangað eftir að hafa leitað aðstoðar á öðrum spítala í borginni.
Fyrr um daginn hafði Barker, 46 ára, tíst „Guð bjargi mér“ en margir hafa bent á að það tengist atvikinu ekki endilega þar sem God save me sé heiti á lagi með góðvini Barker, Machine Gun Kelly.
Alabama, 16 ára dóttir Barker af fyrra hjónabandi, biðlaði hins vegar til fylgjenda sinna á Instagram um að biðja, þá líklega fyrir pabba sínum sem hafði verið fluttur á sjúkrahús skömmu áður.
Barker lenti í flugslysi árið 2008 þar sem fjórir af sex innanborðs létust.
Kourtney Kardashian, eiginkona Barker, var í fylgd með trommaranum bæði þegar hann leitaði fyrst á spítala og þegar hann var fluttur á Cedars-Sinai. Parið gekk í hjónaband á Portofino á Ítalíu í síðasta mánuði.