Frá sunnanverðum Vestfjörðum og suður að Mýrdalsjökli er útlit fyrir að verði skýjað með köflum og sums staðar líkur á síðdegisskúrum.
Annars staðar verður skýjað að mestu og fremur þokusælt, einkum við ströndina.
Hiti yfirleitt 10 til 17 stig þar sem sólar nýtur og allt að 20 stig þar sem best lætur en líklega verður það á Suðurlandi. Í þokuloftinu verður hitinn á bilinu 7 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 í dag. Dálítil úrkoma fyrir austan fram eftir degi, annars víða skúrir eða þokuloft en yfirleitt þurrt og bjart vestast á landinu.
Austlæg eða breytileg átt á morgun. Skúrir í öllum landshlutum, en þurrt að kalla á Vestfjörðum.
Hiti 7 til 19 stig, hlýjast sunnanlands í dag, en 8 til 17 stig á morgun, svalast við norðurströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti 8 til 18 stig, svalast við norðvesturströndina.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Skúrir, einkum um landið sunnanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.
Á laugardag:
Norðvestanátt og dálítil rigning norðaustantil en skýjað með köflum og sums staðar skúrir annars staðar. Kólnar heldur.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt og allvíða væta. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast syðst.
Á mánudag:
Suðvestanátt, skýjað og súld á vesturhelmingi landsins en skýjað með köflum austantil. Hiti 9 til 16 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir fremur hlýja suðvestanátt. Áfram skýjað vestantil, en bjart á köflum fyrir norðan og austan.