Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 15:39 Bannað verður að selja bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í Evrópu eftir árið 2035. AP/Michael Sohn Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira